Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Eftirlýstur ökumaður með kannabis
Laugardagur 6. september 2014 kl. 08:00

Eftirlýstur ökumaður með kannabis

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, framvísaði tveimur grömmum af kannabisefnum þegar lögreglumenn ræddu við hann. Viðkomandi var eftirlýstur í kerfum lögreglu vegna annars máls.

Þá vakti undarlegt aksturslag annars ökumanns athygli lögreglu. Sá virtist eiga í erfiðleikum með að halda bifreiðinni í gangi og þegar það loks tókst ók ökumaðurinn rakleiðis á og yfir kantstein. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð vegna gruns um ölvun við akstur.
 

Bílakjarninn
Bílakjarninn