Föstudagur 16. október 2009 kl. 00:39
Eftirlýst stúlka frá Litháen í vörslu lögreglu
Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir vegna meints mansals er fundin. Hún er í vörslu lögreglunnar og er mál hennar til rannsóknar. Frekari fréttir af málinu fást í fyrramálið, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.