Eftirlitsnefndin með Reykjanesbæ undir smásjá
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gerir athugasemd við staðhæfingar um að viðsnúningur hafi orðið í rekstri Reykjanesbæjar vegna viðskipta með eignir sveitarfélagsins í HS Orku á síðasta ári og að vegna sölu á eignum megi gera ráð fyrir sjö milljarða hagnaði við lokauppgjör ársins 2009.
Þá vekur nefndin athygli á að framlegð frá rekstri sé neikvæð um 639 milljónir króna samkvæmt árshlutauppgjöri frá 31. október. Þar komi fram að hagnaður af sölu hlutabréfa nemi 11,7 milljörðum króna. Verulega vanti á „að hinn reglubundni rekstur sveitarsjóðs skili viðunandi niðurstöðu". Eftir eignasöluna séu skuldir „enn verulega yfir eðlilegum mörkum".
Eftilitsnefndin kallar eftir að fá reikningsskil frá Reykjanesbæ send ársfjórðungslega með samanburði við fjárhagsáætlun ársins 2010. Það hefur nefndin ekki áður gert nema sveitarfélög hafi leitað til eftirlitsnefndarinnar og gert við hana samning um fjármál sín.
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag, sjá nánar á visi.is hér