Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:12

EFTIRLIT MEÐ KLÁMI Í SKÓLUM REYKJANESBÆJAR

Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku, um að settar yrðu ákveðnar reglur um intrnetnotkun nemenda í grunnskólum sveitarfélagisins. „Bæjarstjórn beinir þeim tilmælum til skólaskrifstofu að hún í samstarfi við grunnskólana setji reglur um internetnotkun nemenda í skólunum. Auk þess verði settar afgerandi lokanir fyrir aðgang að óæskilegu efni svo sem klámefni og ofbeldiskenndu efni og reglur settar um notkun spjallrása.“ Skúli lagði áherslu á að grunnskólar Reykjanesbæjar væru framarlega á sviði tölvukennslu og allrar aðstöðu til tölvunotkunar, sem væri nauðsynlegt til að nemendur yrðu færir um að nýta sér tækni upplýsingasamfélagsins sem við lifum í. Jónína Sanders (D) tók einnig til máls og sagðist vilja koma á eftirliti á netnotkun starfsmanna Reykjanesbæjar. Hún sagði það vera alvarlegt mál þegar starfsmenn væru að senda frá sér óæskilegt efni á netfangi Reykjanesbæjar, en þeir gætu sent það sem þeir vildu á sínum einkatölvum. Tillaga Skúla var samþykkt 11-0.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024