Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eftir stendur tómur bær og óvissan er algjör
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 11. nóvember 2023 kl. 03:35

Eftir stendur tómur bær og óvissan er algjör

„Það ætti enginn að þurfa að ganga í gegnum þetta. Uppúr kvöldmat voru flestir farnir. Eftir að neyðarstigi var lýst yfir gengum við í hvert einasta hús eins og við höfðum lofað. Þegar ég segi við þá á ég við Lögregla, Slökkvilið Grindavíkur og allar björgunarsveitir á Suðurnesjum. Hef aldrei séð eins fumlaus vinnubrögð eins og hjá þessu fólki í kvöld. Svakalegur hópur fólks,“ skrifar Otti Rafn Simarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Grindvíkingur.

„Eftir stendur tómur bær og óvissan er algjör.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við vorum svo síðustu Grindvíkingarnir úr bænum nú í nótt og við áttum öll í einhver hús að vernda utan Grindavíkur sem segir allt um samkennd Íslendinga á svona stundu. Aðrir tóku við vaktinni á meðan.

Takk fyrir allar kveðjurnar og öll heimboðin um land allt. Það er ómetanlegt að eiga góða að.

Ég er kominn aftur í faðm fjölskyldunnar, núna í húsi vina okkar á Selfossi þar sem það fer vel um alla og allir öruggir. Kærkomin hvíld eftir langan dag.

Þakkir til ykkar allra sem stóðuð í ströngu í kvöld hvort sem það var á fæti í Grindavík eða í öðrum tengdum verkefnum. Þetta fór eins vel og hægt var miðað við aðstæður,“ skrifar Otti í færslu á Facebook í nótt.