Efling samstarfs heimila og skóla
Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ, FFGÍR, hélt í gær blaðamannafund í Kirkjulundi. Tilgangur fundarins var að kynna afrakstur mikillar vinnu í stjórnum foreldrafélaga í bænum sem hófst í haust og leit nú dagsins ljós í formi handbóka fyrir hvert félag fyrir sig, frá Myllubakka-, Holta-, Njarðvíkur-, og Heiðarskóla. Á fundinum afhentu formenn foreldrafélaganna Árna Sigfússyni, bæjarstjóra og formanni fræðsluráðs, formlega fyrstu eintök bókanna.Í handbókunum eru settir fram starfshættir, markmið og leiðir foreldrafélaganna og er útgáfa þeirra liður í gæðaverkefninu „Betri foreldrafélög í Reykjanesbæ“ sem FFGÍR tekur nú þátt í að tilstuðlan Jóhanns Magnússonar hjá ÍRB.
Handbækurnar hafa hjálpað foreldrafélögunum í rétta átt að æðsta markmiði sínu sem er að efla samstarf heimila og skóla. Um er að ræða frumkvöðlastarf sem unnið er í sjálfboðavinnu.
Hægt er að nálgast handbækurnar bæði á netinu, á vef foreldrafélaganna á heimasíðum grunnskólanna og hjá skólariturum.
Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á vegum RÁRR, var ræðumaður og fjallaði hún um verkefnið. Þá talaði Sólveig Birgisdóttir, formaður FFGÍR, að eftir 9 mánaða meðgöngu væri barnið loksins fætt og átti hún þá við allan þann undirbúning og miklu vinnu sem fór í að gera þetta allt að veruleika. Þakkaði hún Jóhanni Magnýssyni sérstaklega fyrir hugmyndina og hvatningu í handbókavinnunni ásamt því að þakka Helgu Margréti fyrir aðstoðina.
Hér má sjá nokkra punkta úr ræðu Helgu:
„Ég fullvissa ykkur um að foreldrar í Reykjanesbæ eru staðráðnir í að leggja sitt af mörkum til að efla samstarf heimila og skóla. Þeir foreldrar sem unnið hafa að gerð handbókanna og starfa í foreldrafélögunum eru til fyrirmyndar á landsvísu...“, sagði Helga.
„Í grunnskólum bæjarins eru 1790 nemendur og 251 starfsmaður. Það má því segja að það sem gerist í skólum hafi bein áhrif á um 2000 einstaklinga í bænum. Áhrifin margfaldast svo ef við bætum við fjölskyldum þessara einstaklinga og segja má að starfsemi grunnskóla hafi áhrif á hvert heimili í bænum“.
„Skilyrði þess að börn geti lært er að þeim líði vel og þau hafi jákvæð viðhorf til náms.
Allt starfsumhverfi þeirra í skólanum þarf að vera með því viðmóti að þeim líði sem best.
Starfsumhverfi er nefnilega meira en falleg skólabygging, afmörkuð skólalóð, gott framboð af kennslugögnum, nýhönnuð borð og stólar eða heitur matur í skólamötu-neytinu. Eitt af lykilatriðunum til þess að dæmið gangi upp eru góð tengsl við foreldra og samstarf þeirra við það umhverfi sem börnin dvelja í daglangt.
Hér vilja foreldrafélögin vekja sérstaka athygli á tengslum heimila og skóla og því mikilvæga atriði sem upplýsingamiðlun er í þessum tengslum. Það var gæfuríkt spor þegar stjórnir foreldrafélaganna sem þá störfuðu saman í grunnskólahópi hjá Reykjanesbæ á réttu róli ákváðu að stofna FFGÍR – og nú situr formaður FFGÍR í fræðsluráði einmitt sem málsvari foreldra. Handbækurnar voru unnar sjálfboðaliðum af grasrótinni undir verkstjórn formanna foreldrafélaganna. Þau fengu ákveðna beinagrind eða mót sem þau þurftu að setja ákveðnar upplýsingar á. Þessi grunnvinna kallaði á ýmislegt annað og varð að lokum til þess að hvert foreldrafélag fyrir sig þurfti að fara í ákveðna naflaskoðun og setja sér markmið og lýsa starfsháttum sínum. Í framhaldi af fundinum verða handbækurnar kynntar kennurum og starfsfólki í hverjum skóla fyrir sig“.
„Hér er um einstakan atburð að ræða og í fyrsta skipti á Íslandi sem foreldrafélög gefa út handbækur með þessu sniði. Foreldrar binda miklar vonir við aðkomu bæjarstjórans Árna Sigfússonar að skólamálum í bænum.
Með handbókunum er tryggt að sú vinna sem lögð er í verkin glatist ekki þó ný stjórn taki við. – og ekki þarf sífellt að byrja á byrjunarreit“.
„Ég þekki það eftir að hafa starfað sem skólaritari í 6 ár að upplýsingamiðlun milli heimila og skóla er árangursrík og leiðir til þess að barninu líður betur í skólanum. Annað mikilvægt atriði er að foreldrar sýni starfsmönnum skóla virðingu og að foreldrum sé sýnd virðing og velvild þegar þeir leita til skólans. Það leiðir til betri námsárangurs og meiri líkur eru á að vandamálin leysist áður en þau verða stór eða jafnvel óviðráðanleg“, sagði Helga Margrét að lokum.
Mynd: Formenn foreldrafélaganna og formenn nemendafélaga skólanna í Reykjanesbæ ásamt Árna Sigfússyni.
Handbækurnar hafa hjálpað foreldrafélögunum í rétta átt að æðsta markmiði sínu sem er að efla samstarf heimila og skóla. Um er að ræða frumkvöðlastarf sem unnið er í sjálfboðavinnu.
Hægt er að nálgast handbækurnar bæði á netinu, á vef foreldrafélaganna á heimasíðum grunnskólanna og hjá skólariturum.
Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á vegum RÁRR, var ræðumaður og fjallaði hún um verkefnið. Þá talaði Sólveig Birgisdóttir, formaður FFGÍR, að eftir 9 mánaða meðgöngu væri barnið loksins fætt og átti hún þá við allan þann undirbúning og miklu vinnu sem fór í að gera þetta allt að veruleika. Þakkaði hún Jóhanni Magnýssyni sérstaklega fyrir hugmyndina og hvatningu í handbókavinnunni ásamt því að þakka Helgu Margréti fyrir aðstoðina.
Hér má sjá nokkra punkta úr ræðu Helgu:
„Ég fullvissa ykkur um að foreldrar í Reykjanesbæ eru staðráðnir í að leggja sitt af mörkum til að efla samstarf heimila og skóla. Þeir foreldrar sem unnið hafa að gerð handbókanna og starfa í foreldrafélögunum eru til fyrirmyndar á landsvísu...“, sagði Helga.
„Í grunnskólum bæjarins eru 1790 nemendur og 251 starfsmaður. Það má því segja að það sem gerist í skólum hafi bein áhrif á um 2000 einstaklinga í bænum. Áhrifin margfaldast svo ef við bætum við fjölskyldum þessara einstaklinga og segja má að starfsemi grunnskóla hafi áhrif á hvert heimili í bænum“.
„Skilyrði þess að börn geti lært er að þeim líði vel og þau hafi jákvæð viðhorf til náms.
Allt starfsumhverfi þeirra í skólanum þarf að vera með því viðmóti að þeim líði sem best.
Starfsumhverfi er nefnilega meira en falleg skólabygging, afmörkuð skólalóð, gott framboð af kennslugögnum, nýhönnuð borð og stólar eða heitur matur í skólamötu-neytinu. Eitt af lykilatriðunum til þess að dæmið gangi upp eru góð tengsl við foreldra og samstarf þeirra við það umhverfi sem börnin dvelja í daglangt.
Hér vilja foreldrafélögin vekja sérstaka athygli á tengslum heimila og skóla og því mikilvæga atriði sem upplýsingamiðlun er í þessum tengslum. Það var gæfuríkt spor þegar stjórnir foreldrafélaganna sem þá störfuðu saman í grunnskólahópi hjá Reykjanesbæ á réttu róli ákváðu að stofna FFGÍR – og nú situr formaður FFGÍR í fræðsluráði einmitt sem málsvari foreldra. Handbækurnar voru unnar sjálfboðaliðum af grasrótinni undir verkstjórn formanna foreldrafélaganna. Þau fengu ákveðna beinagrind eða mót sem þau þurftu að setja ákveðnar upplýsingar á. Þessi grunnvinna kallaði á ýmislegt annað og varð að lokum til þess að hvert foreldrafélag fyrir sig þurfti að fara í ákveðna naflaskoðun og setja sér markmið og lýsa starfsháttum sínum. Í framhaldi af fundinum verða handbækurnar kynntar kennurum og starfsfólki í hverjum skóla fyrir sig“.
„Hér er um einstakan atburð að ræða og í fyrsta skipti á Íslandi sem foreldrafélög gefa út handbækur með þessu sniði. Foreldrar binda miklar vonir við aðkomu bæjarstjórans Árna Sigfússonar að skólamálum í bænum.
Með handbókunum er tryggt að sú vinna sem lögð er í verkin glatist ekki þó ný stjórn taki við. – og ekki þarf sífellt að byrja á byrjunarreit“.
„Ég þekki það eftir að hafa starfað sem skólaritari í 6 ár að upplýsingamiðlun milli heimila og skóla er árangursrík og leiðir til þess að barninu líður betur í skólanum. Annað mikilvægt atriði er að foreldrar sýni starfsmönnum skóla virðingu og að foreldrum sé sýnd virðing og velvild þegar þeir leita til skólans. Það leiðir til betri námsárangurs og meiri líkur eru á að vandamálin leysist áður en þau verða stór eða jafnvel óviðráðanleg“, sagði Helga Margrét að lokum.
Mynd: Formenn foreldrafélaganna og formenn nemendafélaga skólanna í Reykjanesbæ ásamt Árna Sigfússyni.