Efla verkfallssjóð og auka réttindi félaga í sjúkrasjóði
Afkoma Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, VSFK, var með besta móti árið 2016. Ástæðan er mikil fjölgun félagsmanna VSFK, sem skýrist af bættu atvinnuástandi á svæðinu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var 25. apríl sl. Á fundinum var stjórn VSFK endurkjörin.
Vegna þessarar góðu afkomu félagsins var ákveðið að setja 10 milljónir í verkfallsjóð VSFK. Þá var jafnframt ákveðið að auka réttindi félaga í sjúkrasjóði með því að taka upp svokallaðan tækjakaupastyrk. Hann er ætlaður til kaupa á gleraugum og heyrnartækjum.