Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Efast um lögmæti samningsins
Föstudagur 3. júlí 2009 kl. 09:31

Efast um lögmæti samningsins


Atli Gíslason, lögfræðingur og þingmaður Vinstri grænna, telur kaupsamning Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy kunna að brjóta í bága við sveitarstjórnarlög. Hann tekur þar með undir sjónarmið A-listans sem komu fram í bókun á bæjarráðsfundi í gær.

Bæjarfulltrúar A-listans vísa í 65. gr Sveitarstjórnarlaga sem fjallar um miklar fjáfestingar og sölu fasteigna. Í henni segir að hyggist  sveitarstjórn ráðast í fjárfestingu og áætlaður heildarkostnaður eða sveitarfélagsins í henni nemi hærri fjárhæð en fjórðungi skatttekna yfirstandandi reikningsárs sé skylt að leggja fyrir sveitarstjórn umsögn sérfróðs aðila um kostnaðaráætlunina, væntanleg áhrif á fjárhagsafkomu sveitarsjóðs á fyrirhuguðum verktíma og áætlun um árlegan rekstrarkostnað fyrir sveitarsjóð, sé um hann að ræða.

„Á sama hátt skal afla álits sérfróðs aðila áður en sveitarstjórn staðfestir samninga um framkvæmdir eða þjónustu við íbúa sveitarfélagsins sem gilda eiga til langs tíma og hafa verulegar skuldbindingar í för með sér,“ segja bæjarfulltrúar A-listans þeir Guðbrandur Einarsson og Eysteinn Jónsson. Þeir telja að með kaupum GGE á meirihluta Reykjanesbæjar í HS Orku verði nýting á orkuauðlindum svæðisins á forræði einkaaðila næstu áratugina. Verið sé að afhenda erlendum aðilum orkuframleiðslu á Suðurnesjum á niðursettu verði.

Sú spurning hefur vaknað hvort með þessum samningum sé verið að tryggja orku til væntanlegs álvers í Helguvík en Grindvíkingar hafa ekki farið leynt með þá skoðun sína að ekki sé sjálfgefið að orka frá þeirra sveitarfélagi fari til Helguvíkur þar sem þeir vilji fremur nýta hana til atvinnuuppbyggingar í heimabyggð.

Pressan.is hefur í gær eftir Ágeiri Margeirssyni, forstjóra GGE, að samningurinn  styðji við fyrirhugaðar framkvæmdir vegna álvers í Helguvík „auk annarrar uppbyggingar íslensks samfélags“.

Helstu rök sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ eru þau að HS veitur verði áfram í opinberru eigu og tryggt að jarðhitaréttindin og landið verði áfram í eigu almennings. Ekki síst muni nýting auðlindarinnar skapa bæjarfélaginu tekjur um ókomin ár. Þá sé bæjarfélagið að draga sig út úr áhættusamri uppbyggingu virkjana og samkeppnisrekstri.

Aðrar tengdar fréttir og greinar á vf.is :

Birtið skýrslu endurskoðendanna

Segja réttast að ríkið leysi til sín GGE


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einstaklega góðir samningar fyrir Reykjanesbæ, segir Deloitte

Forkaupsréttur felldur brott samþykki hluthafar ekki samninginn

Sjálfstæðismenn samþykktu kaupsamninginn

Ugla mótmælir sölu Reykjanesbæjar á HS Orku til Geysis Green Energy

Kanadískt jarðvarmafyrirtæki og GGE gætu eignast allt hlutafé HS Orku

Grindvíkingar geta keypt Svartsengi af Reykjanesbæ

Lögfræðingur Grindavíkurbæjar og ráðgjafar fari yfir kaupsamning

Undrast samingsdrög um landakaup Reykjanesbæjar í lögsögu Grindavíkur

Reykjanesbær eignast jarðhitaréttindi

Reykjanesbær selur HS Orku til Geysis Green Energy