Efast um að flutningsstyrkur sé besta leiðin
Leikskólafulltrúi hefur lagt fram ósk í fræðsluráði Reykjanesbæjar að bæjarsjóður haldi áfram að greiða 300 þúsund krónur til leikskólakennara sem flytja til bæjarins ef það mætti verða til þess að fjölga fagfólki í leikskólum. Segir í fundargerð að leikskólar séu fáliðaðir af fagfólki eða í einungis 37% stöðugilda.
Fræðsluráð efast um að flutningsstyrkur sé besta leiðin til þess að laða að leikskólakennara og vill skoða aðrar leiðir s.s. að greiða kennaranemum laun í æfingakennslu í Reykjanesbæ en leggur til að heimild til greiðslu flutningsstyrks leikskólakennara verði veitt til 31. desember 2007 í tilraunaskyni.
Mynd: Krakkar á leikskóla í Reykjanesbæ.
Fræðsluráð efast um að flutningsstyrkur sé besta leiðin til þess að laða að leikskólakennara og vill skoða aðrar leiðir s.s. að greiða kennaranemum laun í æfingakennslu í Reykjanesbæ en leggur til að heimild til greiðslu flutningsstyrks leikskólakennara verði veitt til 31. desember 2007 í tilraunaskyni.
Mynd: Krakkar á leikskóla í Reykjanesbæ.