Eðvarð Þór næsti skólastjóri Myllubakkaskóla
Eðvarð Þór Eðvarðsson verður næsti skólastjóri Myllubakkaskóla en frá þessu var greint á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar. Eðvarð hefur gengt stöðu aðstoðarskólastjóra í Holtskóla um nokkurt skeið en hann mun nú færa sig um set frá og með haustinu.
Steinar Jóhannsson tók við starfi skólastjóra eftir að Guðrún Snorradóttir hafði látið af störfum sem skólastjóri Myllubakkaskóla frá og með 1. janúar 2012.
Mynd: Eðvarð í Holtaskóla í gær þar sem sigurvegarar Skólahreystis voru heiðraðir á sal.