Eastwood og Spielberg taka upp mynd á Reykjanesi
Clint Eastwood og Steven Spielberg eru væntanlegir hingað til lands til að framleiða stórmynd byggða á bókinni Flags of our Fathers á Reykjanesi. Eastwood fer fram á fábreyttan gististað meðan á dvölinni stendur helst í Reykjanesbæ eða Hafnarfirði.
Þeir Spielberg og Eastwood eru væntanlegir hingað þann 21. júní næstkomandi og verða að öllum líkindum til enda sumars. Tökur verða að mestu leyti á Arnarfelli í Krísuvík. Innitökur fara fram í myndveri Latabæjar. Myndin fjallar um árás Bandaríkjamanna á eyjuna, Iwo Jima í Japan.
Um 450 manns munu fylgja tilvonandi Íslandsvinunum hingað og þegar er hafið samstarf við Reykjanesbæ og Hafnarfjarðarbæ.
Þeir Spielberg og Eastwood eru væntanlegir hingað þann 21. júní næstkomandi og verða að öllum líkindum til enda sumars. Tökur verða að mestu leyti á Arnarfelli í Krísuvík. Innitökur fara fram í myndveri Latabæjar. Myndin fjallar um árás Bandaríkjamanna á eyjuna, Iwo Jima í Japan.
Um 450 manns munu fylgja tilvonandi Íslandsvinunum hingað og þegar er hafið samstarf við Reykjanesbæ og Hafnarfjarðarbæ.