Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eastwood fær Stjörnuspor á Ljósanótt
Sunnudagur 28. ágúst 2005 kl. 23:12

Eastwood fær Stjörnuspor á Ljósanótt

Afhjúpað verður sérstakt gestaspor til heiðurs leikaranum og leikstjóranum heimskunna, Clint Eastwood, á Ljósanótt í Reykjanesbæ næsta laugardag. Í ár er þriðja árið sem svokallað Stjörnuspor er afhjúpað. Stjörnusporið sjálft er tileinkað systkinunum Elly Vilhjálms og Vilhjálmi Vilhjálmssyni en þau systkini eru alin upp í Merkinesi í Höfnum og urðu landskunn fyrir söngferil sinn.
Nú verður í fyrsta skipti afhjúpað sérstakt Gestaspor Reykjanesbæjar. Það er nú gert vegna kvikmyndatöku stórmyndarinnar Flags of our Fathers en tökur á myndinni hafa farið fram í landi Reykjanesbæjar síðustu vikur og undirbúningur staðið í allt sumar. Gestasporið verður staðsett framan við Nýja bíó í Keflavík og verður það afhjúpað kl. 17:00. Ekki hefur fengist staðfest hvort Clint Eastwood mæti sjálfur við afhjúpunina, en hann er á landinu eins og öllum er kunnugt.
Stjörnusporið verður hins vegar afhjúpað kl. 16:00 á laugardag framan við Veitingahúsið Ránna.

Myndin: Clint Eastwood í Sandvík á dögunum. Myndin er fengin úr ljósmyndasafni sem sjá má á síðunni www.flagsofourfathers.net

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024