Sunnudagur 27. maí 2018 kl. 00:42
E-listinn sigurvegari í Sveitarfélaginu Vogum
E-listinn heldur meirihluta sínum í Sveitarfélaginu Vogum. Framboðið fékk fjóra menn kjörna með 318 atkvæðum.
D-listinn fékk tvo menn kjörna og 192 atkvæði. Þá fékk L-listinn einn mann kjörinn og 72 atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum.