Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dýrum verkfærum stolið úr tveimur bílskúrum
Laugardagur 8. febrúar 2020 kl. 13:42

Dýrum verkfærum stolið úr tveimur bílskúrum

Tilkynningar um þrjú þjófnaðarmál bárust lögreglunni á Suðurnesjum í fyrradag. Farið var inn í tvo bílskúra og úr báðum stolið dýrum verkfærum. Málin eru í rannsókn.

Einnig var tilkynnt um þjófnað úr verslun í umdæminu. Þar var karlmaður staðinn að því að stela matvælum og fleiru. Starfsmenn verslunarinnar fylgdu honum eftir út úr henni og gátu talið hann á að koma til baka, þar sem lögregla beið hans.


Þá varð bílvelta í umdæminu í vikunni. Ökumaður sem ók bifreið sinni eftir Garðvegi missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaðurinn fann til eymsla eftir óhappið og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Enn fremur varð umferðaróhapp þegar ökumaður sem var á ferð eftir Sandgerðisvegi náði ekki beygju sem á honum er og missti bifreiðina út af veginum, þar sem hún endaði á hjólunum.
Fleiri umferðaróhöpp hafa orðið í umdæminu á undanförnum dögum en þau hafa öll verið minni háttar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024