Dýru GPS tæki stolið úr bíl í bílskúr
Á föstudagsmorgun var tilkynnt um innbrot og þjófnað í bifreið sem staðsett var í bílskúr við Ásgarð 9 í Keflavík. Úr bifreiðinni var stolið GPS 162-tæki af Garmin gerð, svatur að lit. GPS 162 tækið er 2 ára og metið á um 70 til 80 þús. krónur. Þetta mun hafa gerst sl. föstudagsnótt frá kl. 01:30 til 07:30 um morguninn.Talið að þarna hafi verið á ferðinni einhver sem þekkir til aðstæðna. Málið er í rannsókn.