Dýrbítur leggst á fé við Grindavík
Dýrbítur særði rollu það alvarlega við Grindavík nú síðdegis að aflífa þurfti rolluna. Stórt stykki hefur verið bitið úr kjamma rollunnar.
Lögreglan í Keflavík hefur verið kölluð til og er þessa stundina á vettvangi í Grindavík.
Theodór Vilbergsson er eigandi rollunnar. Hann sagði í viðtali við Víkurfréttir að færst hafi í vöxt að hundum sé sleppt lausum í hólf þar sem rollubændur hafa kindurnar sínar eftir að þær koma af fjalli á haustin.
Hundarnir hafa verið á hlaupum á eftir rollunum en síðdegis hafi hundurinn sært eina rollu það alvarlega að aflífa þurfti hana. Önnur rolla var einnig bitin af hundi síðdegis, svo úr blæddi.
Rollur eru í hólfum bæði í Þórkötlustaðahverfi og einnig í Járngerðarstaðahverfi við Grindavík. Theodór segir sama vandamál verða á báðum stöðum, enda hafi hundaeign í Grindavík farið vaxandi og reglulega megi sjá hunda á hlaupum á eftir rollum á þessum stöðum.
Nánar um málið á morgun, miðvikudag.
Myndin: Rollan er illa farin eftir dýrbítinn og þurfti að aflífa hana.
Lögreglan í Keflavík hefur verið kölluð til og er þessa stundina á vettvangi í Grindavík.
Theodór Vilbergsson er eigandi rollunnar. Hann sagði í viðtali við Víkurfréttir að færst hafi í vöxt að hundum sé sleppt lausum í hólf þar sem rollubændur hafa kindurnar sínar eftir að þær koma af fjalli á haustin.
Hundarnir hafa verið á hlaupum á eftir rollunum en síðdegis hafi hundurinn sært eina rollu það alvarlega að aflífa þurfti hana. Önnur rolla var einnig bitin af hundi síðdegis, svo úr blæddi.
Rollur eru í hólfum bæði í Þórkötlustaðahverfi og einnig í Járngerðarstaðahverfi við Grindavík. Theodór segir sama vandamál verða á báðum stöðum, enda hafi hundaeign í Grindavík farið vaxandi og reglulega megi sjá hunda á hlaupum á eftir rollum á þessum stöðum.
Nánar um málið á morgun, miðvikudag.
Myndin: Rollan er illa farin eftir dýrbítinn og þurfti að aflífa hana.