Dýralæknir skoðar aðbúnað hunda að Auðnum
Samkvæmt beiðni frá sambandi dýraverndunarfélaga á Íslandi var dýralæknir ásamt Lögreglunni í Keflavík send að Auðnum á Vatnsleysuströnd þar sem hundar eru vistaðir. Sigríður Ásgeirsdóttir formaður sambands dýraverndunarfélags Íslands og lögfræðingur félagsins var á staðnum, en hún óskaði eftir því að embætti Héraðsdýralæknis skoðaði aðstöðu hundanna. Á seinni hluta síðasta árs komst hundabúið að Auðnum í fréttir Stöðvar 2 vegna slæms aðbúnaðar dýranna.Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir skoðaði aðbúnað hundanna og sagði í samtali við Víkurfréttir að aðbúnaður þeirra væri ekki fullnægjandi: „Því miður gefa reglugerðir í dag ekki tilefni til að grípa inn í þegar svona er, sérstaklega þegar það stangast á að um vinnudýr eða gæludýr sé að ræða. Ef að þetta á að standa áfram þá sýnist mér að það þurfi að gera úrbætur,“ segir Hanna og segir aðspurð að dýrunum líði ekki beint illa: „Ég held að þeim líði ekkert rosalega illa, en þetta er svona eins og vera vistaður á dýrahóteli allt árið um kring. Í raun ætti að gera sömu kröfur til dýrahótela og svona aðbúnaðar og engin greining ætti að vera þarna á milli. Aðbúnaður dýranna þarna myndi ekki teljast fullnægjandi og sinnir ekki öllum þörfum hundanna,“ sagði Hanna.
Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir skoðaði hundabúið í október síðastliðnum og kom þar fram með kröfur um ýmsar úrbætur. Gunnar hefur skoðað búið einu sinni síðan þá og sagði hann að kröfum hefði verið mætt að einhverju leiti. Á næstu tveimur sólarhringum mun Gunnar skoða búið og aðbúnað hundanna til að sjá hvort kröfum hafi verið fullkomlega mætt.
Víkurfréttir höfðu samband við eiganda hundanna og sagði hann að hann teldi að öllum reglugerðum varðandi hundahald væri uppfyllt, en tók fram að þær væru að breytast. Eigandi hundanna var ósáttur við nærveru blaðamanns Víkurfrétta og meinaði honum að taka myndir af hundunum þar sem þeir voru innan girðingar. Þegar blaðamaður tók mynd af lögreglumönnum sem voru á svæðinu hótaði eigandi hundanna að taka filmu blaðamanns úr ljósmyndavél. Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að eigandi hundanna er ekki tengdur meintum atburði er varð að Auðnum síðastliðið laugardagskvöld þegar maður hóf að skjóta af riffli á efri hæð íbúðarhússins að Auðnum.
VF-Ljósmynd: Á myndinni má sjá girðinguna þar sem hundarnir geta viðrað sig.
Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir skoðaði hundabúið í október síðastliðnum og kom þar fram með kröfur um ýmsar úrbætur. Gunnar hefur skoðað búið einu sinni síðan þá og sagði hann að kröfum hefði verið mætt að einhverju leiti. Á næstu tveimur sólarhringum mun Gunnar skoða búið og aðbúnað hundanna til að sjá hvort kröfum hafi verið fullkomlega mætt.
Víkurfréttir höfðu samband við eiganda hundanna og sagði hann að hann teldi að öllum reglugerðum varðandi hundahald væri uppfyllt, en tók fram að þær væru að breytast. Eigandi hundanna var ósáttur við nærveru blaðamanns Víkurfrétta og meinaði honum að taka myndir af hundunum þar sem þeir voru innan girðingar. Þegar blaðamaður tók mynd af lögreglumönnum sem voru á svæðinu hótaði eigandi hundanna að taka filmu blaðamanns úr ljósmyndavél. Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að eigandi hundanna er ekki tengdur meintum atburði er varð að Auðnum síðastliðið laugardagskvöld þegar maður hóf að skjóta af riffli á efri hæð íbúðarhússins að Auðnum.
VF-Ljósmynd: Á myndinni má sjá girðinguna þar sem hundarnir geta viðrað sig.