Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dýpkun og breikkun á innri rennu í Grindavíkhöfn
Þriðjudagur 3. júlí 2012 kl. 10:17

Dýpkun og breikkun á innri rennu í Grindavíkhöfn

Nú standa yfir framkvæmdir við dýpkun og breikkun á innri rennu í Grindavíkhöfn en Hagtak átti lægsta tilboðið. Að sögn Sigurðar A. Kristmundssonar hafnarstjóra ganga framkvæmdirnar ágætlega enda veður verið einstaklega gott að undanförnu.

 
Smá seinkun varð á upphafi framkvæmdanna þar sem prammi sem notaður er í verkið hvolfdi á leið frá Færeyjum. En eftir að hann kom til Grindavíkur hafa framkvæmdirnar gengið vel.
Á myndinni sést svokallaður borprammi. Hann er notaður til þess að bora holur sem eru fylltar með sprengiefni. Síðan er sprengt og í kjölfarið kemur hinn pramminn sem er notaður til þess að grafa mulninginn upp.

Dýpka á í 7,5 metra dýpi og breikka innsiglinguna. Skip fara stöðugt stækkandi og til þess að missa þau ekki frá bænum er þessi dýpkun nauðsynleg.

Botn hafnarinnar er á klöpp að mestum hluta og er ekki unnt að grafa upp efnið sem fjarlægja þarf án þess að sundra því fyrst. Til þess eru notaðar kerfisbundnar sprengingar. Þessar sprengingar geta verið óþægilegar fyrir bæjarbúa en nánari upplýsingar má lesa um það hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024