Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Dýpkun í Grindavíkurhöfn ekki háð mati á umhverfisáhrifum
Mánudagur 5. mars 2018 kl. 12:26

Dýpkun í Grindavíkurhöfn ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Hafnarstjórn Grindavíkurhafnar, sem framkvæmdaraðili, fór þess á leit við bæjarstjórn Grindavíkur, með vísan í 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum 106/2000, að ákveða hvort dýpkun í Grindavíkurhöfn sé háð mati á umhverfisáhrifum.

Framkvæmdir í Grindavíkurhöfn hafa staðið yfir undanfarnar vikur en
um er að ræða dýpkun framan við nýtt stálþil við Miðbakka á alls um 4.764 fermetra svæði. Dýpkunarsvæðið er allt hrein klöpp og áður hefur verið dýpkað í höfninni á svæðum sem liggja að því svæði sem dýpka á nú.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti samhljóða að í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hafi Grindavíkurbær farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða Grindavíkurbæjar er sú að dýpkun framan við endurnýjað þil við Miðbakka er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.