Dýpkun að ljúka í Sandgerði og nýtt stálþil í sumar
Dýpkun Sandgerðishafnar er að ljúka. Nú er unnið að dýpkun við norðurgarð hafnarinnar og þegar framkvæmdum lýkur eiga skip með rúmlega 8 metra djúpristu að geta legið þar við bryggju á fjöru. Dýpkunin er aðallega hugsuð fyrir loðnuskip.Að sögn Björns Arasonar hafnarstjóra verður opnað útboð á 50 metra stálþili við norðurgarðinn nk. þriðjudag. Með stálþilinu verður aðstaða fyrir stærri skip við norðurgarðinn enn betri. Framkæmdir við þilið munu, ef allt gengur eftir, hefjast í júní nk.