Miðvikudagur 12. október 2005 kl. 22:45
DVD og bíómyndum stolið í Keflavík
Tilkynnt var til lögreglunnar í Keflavík um innbrot og þjófnað á heimili í Keflavík í dag. Hurð hafði verið spennt upp og myndbandstæki stolið, ásamt DVD spilara og 18 mynddiskum.
Þá var gullarmbandi stolið ásamt fimm armbandsúrum. Ekki er vitað hver þarna var að verki.