Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

DV braut með ámælisverðum hætti gegn siðareglum
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 15:00

DV braut með ámælisverðum hætti gegn siðareglum

DV braut með ámælisverðum hætti gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með fréttum í janúar síðastliðnum, þar sem fullyrt var að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Magnús Guðjónsson, hefði beðið bréfbera í Keflavík að stunda persónunjósnir.
Þetta er niðurstaða siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem hefur fjallað um málið í framhaldi af kæru Magnúsar.

Magnús Guðjónsson kærði DV til siðanefndarinnar fyrir tvær greinar sem birtust í blaðinu í janúar síðastliðnum þar sem hann var sakaður um að biðja bréfbera um að stunda persónunjósnir.
Magnús segir að umfjöllun DV hafi verið röng í veigamiklum atriðum og að honum hafi verið „lögð orð í munn sem hann sagði aldrei og hann sagður hafa gert tiltekna hluti sem hann aldrei gerði.“

Siðanefndin hefur úrskurðað að fyrirsögnin 20. janúar væri verulega villandi. „Framsetning DV í báðum þessum efnum, og sérstaklega forsíðufyrirsagnir 20. og 23. janúar, er því verulega ónákvæm og villandi og ekki í samræmi við 3. grein siðareglna BÍ þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,” segir í úrskurði siðanefndarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024