Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dulúðlegur lækur á Reykjanesi
Sunnudagur 21. júní 2015 kl. 09:19

Dulúðlegur lækur á Reykjanesi

Heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun skapar dulúð á fallegu sumarkvöldi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var á sunnudagskvöldið í síðustu viku.

Affallið dregur einnig að sér fólk í rómantískum hugleiðingum og eru böð í heitum pollum á svæðinu víst nokkuð algeng. Þau eru alfarið á ábyrgð þeirra sem þau stunda. Fólki er þó ráðið frá því að fara í sjóinn á þessum slóðum þar sem straumar eru mjög sterkir og lífshættulegir.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024