Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dularfullur dauðdagi marga katta í Sandgerði
Þriðjudagur 28. júlí 2015 kl. 16:00

Dularfullur dauðdagi marga katta í Sandgerði

Talverður fjöldi katta hefur horfið eða hlotið dularfullan dauðdaga í Sandgerði. Grunur leikur á að köttunum hafi verið byrlað eitur. Íbúar sem fréttastofa Rúv ræddi við segja að meira en tíu kettir hafi drepist eða horfið á tveggja ára tímabili.

Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðu íbúa í Sandgerði. Þar hafa meðal annars komið fram hótanir í garð dýranna sem eru sögð valda ónæði. Þar má finna sögur frá kattareigendum sem segja að dýrin hafi ýmist horfið eða drepist eftir skammvinn veikindi. Fréttastofa náði tali af fimm íbúum í bænum sem höfðu misst kettina sína með þeim hætti að grunur lék á eitrun. Íbúar segja að þetta sé mikið hitamál enda leiki grunur á að einhvejir óprúttnir aðilar valdi dauða kattanna. Þeir hafa í einhverjum tilfellum farið með dýrin til dýralæknis en það hafi yfirleitt verið of seint. Málin hafa líka verið tilkynnt til lögreglu á Suðurnesjum.

„Kötturinn þornaði allur upp og ældi og meig bláum vökva,“ hafði einn íbúinn á orði. Annar íbúinn sagðist hafa fengið köttinn sinn heim afar veikburða og segir hann hafa dregið á eftir sér afturlappirnar. Eigandinn fór með köttinn til dýralæknis þar sem kötturinn drapst, Læknir staðfesti að líklega hefði kötturinn innbyrt eitur. Nokkru síðar kom upp sama staða þar sem annar köttur sama eiganda drapst með sama hætti. Eigandinn segist hafa tilkynnt málið til lögreglunar á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá frétt ruv.is