Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drukkinn undir stýri
Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 09:23

Drukkinn undir stýri

Ökumaður, sem lögreglan í Keflavík stöðvaði í nótt reyndist vera ölvaður. Var hann stöðvaður innanbæjar í Reykjanesbæ þar sem aksturlag mannsins þótti heldur undarlegt. Reyndist göngulag hans einnig verulega skrýtið þegar að var gáð.

Þá var annar kærður fyrir að aka á nagladekkjum og einn fyrir hraðaakstur en hann var mældur á 114 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður til viðbótar var svo kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024