Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drukkinn og sviptur á dráttarvél
Þriðjudagur 25. september 2012 kl. 13:28

Drukkinn og sviptur á dráttarvél

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöld afskipti af karlmanni á fimmtugsaldri sem ók dráttarvél, ölvaður og sviptur ökuréttindum, eftir Garðvegi.

Maðurinn var að flytja heyrúllur og athygli vakti að bæði dráttarvélin og vagninn voru ljóslaus að aftan, og enginn glitmerki á vagninum. Lögreglan stöðvaði akstur mannsins og fannst þá rammur áfengisþefur af honum. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð.

Festivagninn sem heyrúllurnar voru á reyndist við athugun vera  óskráður og einnig vantaði skráningarmerki og baksýnisspegla á dráttarvélina. Í henni fannst hálfs lítra flaska af áfengisblöndu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024