Dróna flogið mjög nærri þyrlu Landhelgisgæslunnar
Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari í Grindavík, varð vitni að því í gærkvöldi og náði fyrir tilviljun á mynd þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var að athafna sig við gossvæðið að dróna var nánast flogið í veg fyrir hana.
„Það er kannski sök sér þegar fólk æðir af stað í trássi við fyrirmæli og fer sjálfu sér að voða, en samt ekki.
Hvað þá þegar það fer öðrum að voða í kringum sig með sinni forheimsku?,“ segir Jón Steinar um myndina sem hann náði. Hann segir athæfið grafalvarlegt hjá viðkomandi drónaflugmanni sem rétt væri að finna og ákæra.