Drífa Sigfúsdóttir sett framkvæmdastjóri HSS
Drífa Sigfúsdóttir hefur verið sett framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Suðurnesja í ársleyfi Sigríðar Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra HSS. Sigríður og eiginmaður hennar Sigurður Guðmundsson, landlæknir, eru á leið til Malaví þar sem þau hafa tekið að sér uppbygginarverkefni á sviði heilbrigðisþjónustu næsta árið.
Drífa Sigfúsdóttir er kunn af störfum sínum sem bæjarfulltrúi í Keflavík á árunum 1986 – 1998 og gengdi um árabil fjölmorgum trúnaðarstörfum í ýmsum nefndum og stjórnum. Hún þekkir vel til hjá HSS þar sem hún var formaður samninganefndar um byggingu D-álmunnar og átti sæti í bygginganefnd sjúkrahússins.
Drífa er viðskiptafræðingur að mennt og hefur undanfarið stundað meistaranám við Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun.
Drífa Sigfúsdóttir er kunn af störfum sínum sem bæjarfulltrúi í Keflavík á árunum 1986 – 1998 og gengdi um árabil fjölmorgum trúnaðarstörfum í ýmsum nefndum og stjórnum. Hún þekkir vel til hjá HSS þar sem hún var formaður samninganefndar um byggingu D-álmunnar og átti sæti í bygginganefnd sjúkrahússins.
Drífa er viðskiptafræðingur að mennt og hefur undanfarið stundað meistaranám við Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun.