Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drengurinn var frá Sviss
Laugardagur 7. ágúst 2004 kl. 11:02

Drengurinn var frá Sviss

Í gær sögðu Víkurfréttir frá því að 14 ára drengur hafi látist í Bláa Lóninu. Drengurinn reyndist vera Svisslendingur og var flogaveikur, en ekki er vitað hvort það hafi verið orsök þess að hann drukknaði.

Baðgestir fundu drenginn á botni lónsins þar sem hann lá meðvitundarlaus og þrátt fyrir skjót viðbrögð gesta og starfsmanna sem hófu strax lífgunartilraunir komst hann aldrei til meðvitundar.
VF-mynd/Atli Már Gylfason
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024