SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Miðvikudagur 10. október 2001 kl. 09:59

Drengur alvarlega slasaður

Sjö ára drengur slasaðist mikið þegar stórt grjót féll ofan á hann þar sem hann var að leik í malargryfjum við blokkir í Heiðarholti í Keflavík um helgina. Grjótið var mjög stórt eða 200-300 kg og slasaðist drengurinn á höfði og hendi. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en var fluttur með sjúkrabifreið á gjörgæsludeild Lansspítalans í Fossvogi. Foreldrar barna á svæðinu eru mjög áhyggjufullir en malarnámurnar hafa verið leiksvæði barnanna. Eina leiksvæðið sem börn í hverfinu hafa er leikskólinn Heiðarseli.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025