Drengir í dagdrykkju
Fjórum drengjum 15-16 ára gömlum var vísað út af Bókasafni Reykjanesbæjar nú síðdegis vegna þess að þeir höfðu áfengi um hönd. Málið var tilkynnt til lögreglu sem ætlaði að hafa afskipti af piltunum.Það getur ekki talist mjög algengt að það þurfi að hafa afskipti af drykkju á bókasafninu, nema þá helst að menn drekki í sig bókmenntir.