Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dreifing skattframtalanna hafin
Fimmtudagur 3. mars 2005 kl. 18:26

Dreifing skattframtalanna hafin

Í gær hófst dreifing á framtalsgögnum og skattleiðbeiningum til landsmanna. Flestir munu fá framtalið sitt fyrir helgi eða veflykil fyrir helgi en síðustu framtöl og veflyklar verða borin í hús á mánudag eða þriðjudag í næstu viku.

Framtalseyðublöð á pappír eru þó ekki borin út til allra framteljenda, þar sem nálægt 60.000 af þeim sem töldu fram á vefnum við síðustu framtalsskil afþökkuðu að fá eyðublöð send heim. Meiri hluti þess hóps fær því aðeins sendan nýjan veflykil til aðgangs á vefnum. Hinir útbjuggu sér varanlegan veflykil sem einnig opnar aðgang að framtalinu á vefnum og fær sá hluti aðeins skattaleiðbeiningarnar inn um lúguna.

Þess ber að geta að ef bréfberi getur einhverra hluta vegna ekki borið út framtal (ónógar merkingar eða aðrar ástæður) þá verður framtalið sent til skattstjóra viðkomandi umdæmis.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024