Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dreifing á nýjum tunnum á Suðurnesjum
Föstudagur 26. maí 2023 kl. 15:55

Dreifing á nýjum tunnum á Suðurnesjum

Dreifing á nýjum tunnum mun hefjast á næstu dögum á Suðurnesjum. Björgunarsveitirnar á svæðinu munu sjá um dreifingu fyrir hönd Kölku og eru íbúar beðnir um að taka vel á móti þeim og koma tunnunum vel fyrir við sín heimili. 

Allar tunnur verða nú merktar þeim fjórum flokkum sem verður safnað héðan í frá. Við sérbýli verður græna tunnan fyrir plastumbúðir og sú gráa fyrir pappír / pappa  og munu merkingar á gömlu tunnurnar koma samhliða nýju tunnunum. Íbúar þurfa þó að hafa í huga að þar sem enn verður almennur úrgangur í gráu tunnunni verður pappír/ pappa og plastumbúðum áfram safnað í grænu tunnuna þangað til næsta tæming hefur átt sér stað. „Við hvetjum íbúa til þess að fylgjast með þegar gráa tunnan hefur verið tæmd og þrífa hana áður en hún verður nýtt fyrir pappa / pappír svo endurvinnsluefnið verði hreint og nothæft,“ segir í tilkynningu frá Kölku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samhliða nýjum tunnum verður körfum og bréfpokum einnig dreift til íbúa fyrir lífrænan eldhúsúrgang og er karfan sérstaklega ætluð inn í eldhús og hönnuð þannig að vel lofti um innihaldið.

Í fjölbýlishúsum verða körfur og pokar sett í stigaganga og eru íbúar hvattir til þess að sækja sér eina körfu og eitt pokabúnt.

Dreifingaráætlun (athugið að dagsetningar eru til viðmiðunar og gætu breyst þegar dreifing hefst) 

Grindavík | Áætlað er að dreifing hefjist 25. maí og verði lokið 8. júní

Suðurnesjabær – Sandgerði | Áætlað er að dreifing hefjist 26. maí og verði lokið 9. júní

Suðurnesjabær – Garður | Áætlað er að dreifing hefjist 27. maí og verði lokið 10. júní

Vogar | Áætlað er að dreifing hefjist 30. maí og verði lokið 

Reykjanesbær | Áætlað er að dreifing hefjist í byrjun júní. Nánari tímaáætlun eftir hverfum verður gefin út þegar nær dregur.