Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregur úr virkni áttunda eldgossins - Bláa Lónið enn lokað
Föstudagur 31. maí 2024 kl. 11:17

Dregur úr virkni áttunda eldgossins - Bláa Lónið enn lokað

Dregið hefur verulega úr virkni eldgossins sem hófst 29. maí sl. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. Þá sýndu GPS mælingar að land í Svartsengi seig um 15 cm þegar kvika hljóp þaðan.  

Þrengt hefur verulega að Grindavíkurbæ sökum hraunrennslis. Hluti Nesvegur inn við Grindavík er undir hrauni og þá rann hraun yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn. Greiðfært er um Suðurstrandarveg sem heita má eina viðunandi flóttaleiðin út úr bænum.   Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Þrengt hefur að aðkomuleiðum Bláa lónsins þar sem hraun rann yfir Bláalónsveg við Nesveg. Bláa Lónið er lokað við núverandi aðstæður.   Fyrirtæki vinna við viðhald eigna og verðmætabjörgun í Grindavík í dag og næstu daga.  Sömu sögu er að segja með starfsemina inn í Svartsengi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúum í Grindavík er heimilt að fara inn í bæinn en sem fyrr mælir lögreglustjóri ekki með því og ítrekar að  börn dvelji ekki í bænum.   Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum næturlangt.  Hver og einn ber ábyrgð a eigin athöfnum eða athafnaleysi.  Lögreglustjóri væntir þess að nú þegar við erum að upplifa áttunda gosið á Reykjanesskaga að þeir fáu einstaklingar sem hundsað hafa framangreind tilmæli hingað til, taki tillit til alls þess sem hefur verið gert í þágu Grindvíkinga og verji þá hagsmuni og sýni því skilning í þágu heildarhagsmuna, segir í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum.