Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregur úr vindi upp úr hádegi
Föstudagur 8. júlí 2005 kl. 09:07

Dregur úr vindi upp úr hádegi

Klukkan 06 í morgun var suðvestan átt á landinu, víða 10-15 m/s, en 15-20 á Norðvesturlandi. Skýjað og sums staðar skúrir um landið vestanvert, en yfirleitt léttskýjað um landið austanvert. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Seyðisfirði.

Skammt NV af Vestfjörðum er 989 mb lægð sem fer NA.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Miðhálendinu í fyrstu.

Suðvestan 8-15 m/s, en 13-20 m/s norðvestantil. Rigning eða skúrir, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Fer að draga úr vindi upp úr hádegi og úrkomu síðdegis. Suðvestan 5-13 m/s í nótt, skúrir, en yfirleitt bjart veður austantil. Hiti 10 til 20 stig, norðaustan- og austanlands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024