Dregur úr vindi og úrkomu á morgun
Norðaustan 10-18 m/s við Faxaflóa, hvassast á Snæfellsnesi. Rigning með köflum. Dregur úr vindi og úrkomu á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 5-10 m/s. Rigning með köflum og hiti 3 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðan 13-18 m/s, snjókoma og vægt frost á N-verðu landinu, en hægara og bjart syðra og hiti 1 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Norðaustan 15-20 m/s og snjókoma NV-lands, en annars mun hægara og úrkomulítið. Hvessir með talsverðri rigningu A-lands um kvöldið og hlýnar í veðri.
Á fimmtudag:
Austlæg átt og vætusamt, en milt veður.
Á föstudag og laugardag:
Horfur á suðlægri átt með skúrum eða éljum, einkum S- og V-til. Kólnandi veður.