Dreginn til hafnar
Skipverjar á Sæljóma GK 150 komu fyrir stundu til Sandgerðishafnar með 65 tonna netabát, Sæljós GK 185, í eftirdragi. Sæljós hafði orðið fyrir því óhappi, um 6 - 7 mílum út frá Sandgerði, að fá veiðarfærin í skrúfuna svo allt stóð fast. Sæljómi var á veiðum í næsta nágrenni og kom til hjálpar en vel gekk að koma taug á milli bátanna tveggja. Gott var í sjóinn að sögn skipverja og engin hætta á ferðum. Nokkur stærðarmunur er á bátunum eins og sést á þessari mynd, en Sæljómi er um 15 tonn. Engu síður gekk vel að koma Sæljósi í örugga höfn.
VF-mynd: elg
VF-mynd: elg