Dreginn meðvitundarlaus úr röri
Maður missti meðvitund laust fyrir hádegi í gær við Reykjanesvirkjun en þar var hann að vinna inni í plaströri við að líma það saman. Vinnufélagar mannsins náðu að draga hann út úr rörinu og komst hann til meðvitundar skömmu síðar. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem læknir skoðaði hann.