Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Dreginn af strandstað í nótt
Grænlenska fiskiskipið, Masilik, sigldi í strand við Vatnsleysuströnd um kl. 19 í gærkvöldi. Ljósmynd: Landhelgisgæslan
Föstudagur 17. desember 2021 kl. 10:43

Dreginn af strandstað í nótt

Varðskipið Freyja losaði grænlenska fiskiskipið af strandstað undan Vatnsleysuströnd á þriðja tímanum í nótt. Vel gekk að draga skipið til Hafnarfjarðar. Fiskiskipið lagðist að bryggju á áttunda tímanum í morgun með aðstoð dráttarbátsins Hamars.

Ákveðið var að flytja fjórtán menn úr áhöfninni frá borði í nótt og voru björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sjöfn og Stefnir fengnir til verksins. Mennirnir voru fluttir í land í Vogum þar sem björgunarsveitir tóku á móti þeim. Þá voru eftir um borð fimm menn úr áhöfn skipsins auk tveggja varðskipsmanna.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Undirbúningur björgunar skipsins gekk vel og með aðstoð áhafnar varðbátsins Óðins og tveggja háseta varðskipsins, sem fluttir voru um borð í skipið til aðstoðar, var 750 metra langri dráttartaug komið um borð laust eftir klukkan tvö í nótt.

Einhver leki var kominn að skipinu en dælur höfðu vel undan Dælur frá varðskipinu þar á meðal. Klukkan 2:38 hélt varðskipið Freyja áleiðis með fiskiskipið til Hafnarfjarðar og tók dráttarbáturinn Hamar við drættinum síðasta spölinn að bryggju í Hafnarfirði í morgun.

Grænlenska fiskiskipið, Masilik, sigldi í strand við Vatnsleysuströnd um kl. 19 í gærkvöldi. Skipið strandaði um 500 metra frá landi. Aðstæður á strandstað voru ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur. Rannsóknarnefnd samgögnuslysa er komin með atvikið til rannsóknar.

Masilik á strandstað í gærkvöldi. VF-myndir: Bárður Sindri Hilmarsson

Dráttartaug komið á milli Freyju og grænlenska skipsins. VF-myndir: Bárður Sindri Hilmarsson

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25