Dregið úr viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli
Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafa ákveðið að draga úr vopnuðum viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli sem komið var á vegna hryðjuverkanna í Brussel. Þessi ákvörðun byggist á framvindu mála í Evrópu, en kann að taka breytingum með skömmum fyrirvara, segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.