Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregið úr fjölskyldugetraun á bókasafninu
Fimmtudagur 18. nóvember 2004 kl. 15:35

Dregið úr fjölskyldugetraun á bókasafninu

Mæðginin Ingibjörg Hilmarsdóttir og Egill Darri Einarsson voru dregin út í fjölskyldugetraun sem Bókasafn Reykjanesbæjar efndi til í norrænu bókasafnavikunni. Spurt var úr myndum sem skreyttar hafa verið ævintýrum H.C. Andersen og áttu þátttakendur að segja úr hvaða ævintýrum myndirnar voru.

Ingibjörg og Egill Darri hlutu að launum nýja og glæsilega útgáfu af ævintýrum Andersen. Norræna bókasafnavikan var í ár tileinkuð ævintýraskáldinu H.C. Andersen, en 2. apríl 2005 verða 200 ár liðin frá fæðingu hans.

Bókasafn Reykjanesbæjar vakti athygli á norrænum ævintýrabókum, efndi til fjölskyldugetraunar og setti ævintýrakistu í barnadeildina þar sem börnin gátu brugðið sér í líki prinsessu og prins, nornar og galdrakarls. Bókmenntagetraun barnanna í þessum mánuði er tileinkuð ævintýraskáldinu og vert er að geta þess að hún er í boði út nóvmebermánuð. Ný getraun tekur svo við á 1. degi desembermánaðar en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024