Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Dregið í Jólaleik Víkurfrétta
Föstudagur 24. desember 2004 kl. 16:38

Dregið í Jólaleik Víkurfrétta

Jólaverslun virðist hafa verið með ágætum á Suðurnesjum en all margir verslunareigendur sem Víkurfréttir töluðu við í gærkvöld voru ánægðir.

Meðal þess sem viðskiptavinir flestra verslana hafa fengið þegar þeir hafa átt viðskipti í 30 verslunum í Reykjanesbæ og í Garði er Jólalukka Víkurfrétta en yfir 2000 vinningar eru í boði. Nær tuttugu þúsund miðar komust í hendur Suðurnesjamanna fyrir þessi jól og margir gátu glaðst með góðan vinning.

Meðal vinninga voru 17 Evrópuferðir með Icelandair og í gærkvöld höfðu all flestar gengið út. Víkurfréttir heyrðu af ánægðum viðskiptavinum í Mangó, Georg V. Hannah, Galleri Keflavík, Stapafelli sem höfðu fengið flugferðir.

Ef það eru ekki vinningar á Jólalukkunni er annar möguleiki á vinningi því 21 vinningur var í boði fyrir þá sem skiluðu miðum í Samkaup. Dregið var úr þeim í morgun og hlaut Guðmundur Hjaltested, Hæðargötu 5 í Njarðvík fyrsta vinning sem var Evrópuferð með Icelandair. Tuttugu aðrir vinningar runnu til heppinna Jólalukkueigenda. Nöfn þeirra eru hér að neðan:

Ingvi Þór Hjörleifsson

Ása Skúladóttir

Hannes Jóhannsson

Þórður Rúnar Friðjónsson

Sigurbergur Elísson

Jóhann Sveinbjörn Gíslason

Magnús Magnússon

María Jóna Jónsdóttir

Kristrún Guðmundsdóttir

Vilhjálmur Hálfdánarson

Helga Ingólfsdóttir

Gunnhildur Gunnarsdóttir

Anna María Sveinsdóttir

Eggert Hannah

Kristín M. Hreinsdóttir

Sigurborg Pétursdóttir

Hilmir Karl Hjörvarsson

Bergsteinn Örn Ólafsson

Einar G. Björnsson

Margrét Helga Jóhannsdóttir

Vinningshafar geta vitjað vinningana í Samkaup Njarðvík milli jóla og nýárs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024