Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dregið í jólagetraun umferðarstofu
Mánudagur 19. desember 2005 kl. 10:38

Dregið í jólagetraun umferðarstofu

Fyrir helgi voru heppnir sigurvegarar dregnir út í Jólagetraun Umferðastofu og Lögreglunnar.

Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti að þátttökumiðum er dreift til allra nemenda í 1.-5. bekkjum grunnskóla landsins, alls um 20.000 talsins. Þá er dregið úr réttum svörum og hlýtur einn heppinn þáttakandi í hverri bekkjardeild vinning sem lögreglan skilar heim til viðkomandi á aðfangadag. Ekki er gefið upp hver vinnur fyrr en þá.

Misjafnt er eftir sveitarfélögum hverjir standa straum af kostnaði við gjafirnar, en í Grindavík eru það bæjaryfirvöld, í Reykjanesbæ er það Kiwanisklúbburinn Keilir, Lionsklúbburinn í Sandgerði sér um gjafir í sínum bæ, Kiwanisklúbburinn Hof sér um gjafir í Garði, og Lionsklúbburinn Keilir í Vogum.

Á myndinni eru krakkar úr Njarðvíkurskóla að draga út vinningshafa frá sínum skóla á Lögreglustöðinni í Keflavík ásamt skólastjóra sínum, Guðmundu Láru Guðmundsdóttur og fulltrúum lögreglu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024