Draugur í Keflavíkurhöfn
Draugalegt skip liggur í Keflavíkurhöfn, seglin eru ekki lengur þanin heldur saman vöðluð og krumpuð. Seglskútan ber nafn sitt með rentu, Draugurinn. Flestir af þeim sem eru um borð kíkja ekki upp á þilfarið. Nokkrir kassar af hvítlauk liggja hjá lúgunni. Þetta gæti hljómað eins og byrjunin á skáldsögu þar sem vampírur og draugar eru í aðalhlutverkum. En sannleikurinn er oft ótrúlegri en vísindaskáldskapur.
„Viltu koma með okkur í siglingu?“ er spurt. Þótt gaman væri að sigla um höfin blá er heiti skútunnar nóg til að draga úr áhuganum. „Við komum bara í gær,“ sagði eini maðurinn sem talaði einhverja ensku og glitti í ófrýnilegar tennur. „Á sjálfum Þjóhátíðardegi ykkar en við vissum ekkert um það. Við vorum bara að skipta um áhöfn,“ bætti hann við.
„Við erum að fara til Grænlands næst og þaðan heim, í allt tekur þessi hringferð okkur um hálft ár. Við komum flestir frá Póllandi og erum búnir að vera á siglingu í tæpa þrjá mánuði,“ sagði maðurinn og bætti við að þeir hefðu þurft að sigla á vélaraflinu bróðurpart ferðarinnar til Íslands. Seglin hefðu dugað lítið og sér í lagi síðustu dagana. Það er þá stundum logn hér, í það minnsta þegar þessir menn eru á stjá.
„Viltu koma með okkur í siglingu?“ er spurt. Þótt gaman væri að sigla um höfin blá er heiti skútunnar nóg til að draga úr áhuganum. „Við komum bara í gær,“ sagði eini maðurinn sem talaði einhverja ensku og glitti í ófrýnilegar tennur. „Á sjálfum Þjóhátíðardegi ykkar en við vissum ekkert um það. Við vorum bara að skipta um áhöfn,“ bætti hann við.
„Við erum að fara til Grænlands næst og þaðan heim, í allt tekur þessi hringferð okkur um hálft ár. Við komum flestir frá Póllandi og erum búnir að vera á siglingu í tæpa þrjá mánuði,“ sagði maðurinn og bætti við að þeir hefðu þurft að sigla á vélaraflinu bróðurpart ferðarinnar til Íslands. Seglin hefðu dugað lítið og sér í lagi síðustu dagana. Það er þá stundum logn hér, í það minnsta þegar þessir menn eru á stjá.