Drátturinn endaði inni í húsgarði
Um miðjan dag á laugardag var tilkynnt til lögreglu umferðaróhapp á gatnamótum Hringbrautar og Aðalgötu í Keflavík. Þar hafði bifreið verið að draga aðra bifreið, sem losnaði aftan úr henni og lenti á brunahana og braut hann, með þeim afleiðingum að vatn fossaði um allt. Síðan lenti bifreiðin á nærliggjandi húsagarði. Ekki urðu slys á fólki.
Starfsmaður Hitaveitunnar var kallaður út til að stöðva vatnsflauminn og varð hverfið í kring neysluvatnslaust meðan viðgerð fór fram.
Rangur fréttatexti, var notaður í Víkurfréttum í dag, þar sem fjallað var um málið, en rétti textinn er hér að ofan. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Starfsmaður Hitaveitunnar var kallaður út til að stöðva vatnsflauminn og varð hverfið í kring neysluvatnslaust meðan viðgerð fór fram.
Rangur fréttatexti, var notaður í Víkurfréttum í dag, þar sem fjallað var um málið, en rétti textinn er hér að ofan. Beðist er velvirðingar á mistökunum.