Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drapst á hreyflinum í 21 þúsund fetum
Mánudagur 10. janúar 2005 kl. 22:48

Drapst á hreyflinum í 21 þúsund fetum

Flugvélin sem var í nauðum stödd um 90 sjómílur vestur af Keflavík um níuleytið í kvöld er af gerðinni Trinidad og er tveggja ára gömul. Vélin var á leið frá Grænlandi til Reykjavíkur. Vélin var í um 21 þúsund feta hæð þegar drapst á hreyfli vélarinnar og hafði flugmaðurinn í kjölfarið samband við flugstjórn á Reykjavíkurflugvelli og tilkynnti að hann væri að missa flugið.

Þyrla Varnarliðsins var send á móti vélinni en hún var við æfingar suður af Keflavík. Flugvél flugmálastjórnar var einnig send og komu þær að vélinni rétt fyrir hálf tíu í kvöld. Þá hafði flugmaðurinn náð að kveikja á hreyfli vélarinnar á nýjan leik en hann var þá kominn í um 5 þúsund feta hæð. Flugvélin lenti rétt fyrir klukkan tíu á Keflavíkurflugvelli og var viðbúnaður á vellinum mikill. Fulltrúar frá rannsóknarnefnd flugslysa eru komnir á Keflavíkurflugvöll þar sem þeir munu taka skýrslu af manninum.

Myndir: Flugvélin komin til Keflavíkurflugvallar í kvöld. VF-ljósmyndir/Hilmar Bragi Bárðarson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024