Laugardagur 15. júlí 2006 kl. 10:43
Drakk þýfið
Ungur maður stal áfengispela úr vínbúðinni við Hafnargötu síðdegis í gær. Lögreglan í Keflavík hafði hendur í hári mannsins skömmu eftir þjófnaðinn. Hann hafði þá drukkið þýfið.
Í morgun stöðvaði lögreglan ungan mann í Sandgerði við akstur án ökuréttinda.