Dragnótatógið er fundið!
Veiðarfæri eru rándýr búnaður og því getur verið bagalegt að tapa veiðarfærum í hafið. Einhver dragnótabáturinn hefur tapað tóginu í Garðsjónum nýverið. Flest af því sem fer í hafið skolar upp á land og þannig hefur dragnótatóginu skolað á land við Helgarétt (Lambastaðarétt) um 100 metra frá byggðasafninu á Garðskaga.