Dragið gluggatjöld fyrir glugga sem eru áveðurs
Þar sem stormur er í aðsigi viljum við benda á að gott getur verið að draga gluggatjöld fyrir glugga sem eru áveðurs og hafa svefnstaði/rúm ekki undir þeim gluggunum, huga að svala-, bílskúrs- og gluggalokunum. Einnig að hreinsa niðurföll og moka vel frá. Þetta segir í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Ef enn eru lausir munir á svölum eða lóðum eins og trampólín, húsgögn eða annað smávægilegt er mikilvægt að koma því í var.