Dræm þátttaka í sameiningarkosningu í Garði og Sandgerði
Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar fer fram í dag, laugardaginn 11. nóvember 2017. Kosning fer fram í báðum sveitarfélögum, í Sandgerði er kosið í Grunnskólanum í Sandgerði og í Garði er kosið í Gerðaskóla. Kjörstaðir opnuðu kl. 09:00 og lokar kl. 22:00.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta hefur kjörsókn verið dræm en liðlega 20% höfðu kosið í sveitarfélögunum nú eftir hádegið
Strax og kjörstöðum verður lokað verða atkvæði talin í hvoru sveitarfélagi fyrir sig og síðan ætla fulltrúar Garðs og Sandgerði að hittast á miðri leið milli byggðarlaganna og tilkynna úrslitin í beinni útsendingu sem verður á fésbókarsíðu Víkurfrétta. Það verður um kl. 23 í kvöld.
Að neðan er frétt Sjónvarps Víkurfrétta um fyrirhugaða kosningu úr Suðurnessjamagasíni sl. fimmtudag.